Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið 28. september 2007 11:00 Snorri Kristjánsson, Vefritstjóri Iceland Express Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair. Tækni Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair.
Tækni Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira