Handbolti

Bjarki dregur orð sín til baka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, var mjög ósáttur með dómarana gegn HK. Kópavogsliðið vann leikinn 24-20.
Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, var mjög ósáttur með dómarana gegn HK. Kópavogsliðið vann leikinn 24-20.

Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar í N1 deild karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sinna eftir leik gegn HK þann 14. nóvember. Bjarki vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar í blaðaviðtali eftir leik.

Yfirlýsingin frá Bjarka:

Vegna ummæla minna í Fréttablaðinu um daginn vegna leiks HK og UMFA en þar set ég út á dómara leiksins þá Helga og Sigurjón, og tala þar um að lið mitt UMFA hafi verið tveimur leikmönnum færri nær allan leikinn. Þessi ummæli mín eiga engan rétt á sér og eru sögð í hita leiksins, vil ég því biðja þá félaga velvirðingar á mínum orðum og dreg þau hér með til baka.

Lifi Handboltinn

Virðingarfyllst.

Bjarki Sigurðsson

Þjálfari UMFA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×