Erlent

Ein glæsilegasta íshátíð í heimi

MYND/AP

Í yfir tvo áratugi hefur kínverska borgin Harbin boðið gestum og gangandi upp á eina glæsilegustu íshátíð í heimi. Þúsundir manna söfnuðust saman þegar hátíðin var sett í dag í tuttugasta og annað sinn, en þar er að finna einstaklega fallegar byggingar gerðar úr ís.

Í ár er hátíðin undir rússneskum áhrifum og ber þar meðal annars að líta eftirlíkingu af rauða torginu. Hátíðin laðar jafnan að fjölda fólks sem oft kemur langt að til að sjá listaverkin. Fjöldi fólks hefur lagt nótt við dag undanfarið til að gera hátíðina hvað glæsilegasta. Notaðir voru hundrað og tuttugu þúsund rúmmetrar af ískubbum og áttatíu þúsund rúmmetrar af hörðum snjó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×