Erlent

Námuverkamaðurinn sem bjargaðist liggur enn í dái

Eini námuverkamaðurinn sem bjargaðist eftir að hafa lokast inn í Sago kolanámunni í Virginíu fylki fyrr í vikunni, liggur enn í dái. Læknar óttast að maðurinn hafi hlotið heilaskaða vegna slyssins. Alls fórust 12 námuverkamenn þegar sprenging varð í námunni. Aðstandendur mannanna eru reiðir vegna misvísandi upplýsinga en björgunarhópurinn hafði áður tilkynnt að 12 mannanna væru á lífi. Það reyndist svo ekki rétt vera en aðstandendur fengu að vita það þremur tímum síðar að allir námuverkamennirnir nema einn hefði farist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×