Erlent

Enginn slasaðist í sprengjuárás sem gerð var á rútu í Kosovo

Enginn slasaðist þegar sprengju var kastað á rútu sem var á ferð í Pristina í Kosovo í gærkvöldi. Rútan er mikið skemmd og þykir mildi að enginn þeirra 55 farþega sem voru í rútunni, hafi slasast. Þetta er önnur sprengjuárásin á innan við mánaðartímabili sem er gerð á rútu á þessari leið, frá bænum Dragas til Belgrad, höfuðborgar Serbíu. Bæði Serbar og Kosovo Albanar ferðast mikið á með rútum milli þessara áfangastaða. Sprengju- og skotárásir hafa færst í aukana í Kosovo síðastliðið ár og er albönskum öfgamönnum oftast kennt um árásirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×