Erlent

Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum

Ættingjar námuverkamannanna sem létust í Vestur-Virginíu styðja hver annan eftir að hafa borið kennsl á líkin af þeim.
Ættingjar námuverkamannanna sem létust í Vestur-Virginíu styðja hver annan eftir að hafa borið kennsl á líkin af þeim. MYND/AP

Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu.

Alls liðu þrjár klukkustundir frá því fólkinu var sagt að í lagi væri með alla nema einn þar til hið rétta kom í ljós og hafa fjölmargir sagst ætla í mál við fyrirtækið vegna þess. Maðurinn sem komst lífs af heitir Randal McCloy og er 27 ára. Hann er enn í lífshættu en læknar segja að svo virðist sem heili hans starfi eðlilega og verður reynt að vekja hann í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×