Afkoma Straums Burðaráss vel yfir spám 19. júlí 2006 08:30 Hafliði Helgason skrifar Hagnaður Straums Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 307 milljónum króna. Afkoman er mun betri en spár bankanna gerðu ráð fyrir en allir spáðu þeir tapi á rekstri Straums á ársfjórðungnum á bilinu 1,4 til 3,1 milljarðs króna. Hagnaður annars ársfjórðungs í fyrra nam þremur milljörðum en nítján á þeim fyrsta. Straumur hefur verið umsvifamikill á innlendum markaði og á Norðurlöndunum, en hlutabréfamarkaðir hér og á Norðurlöndum hafa gáfu lítið af sér á fjórðungnum. Friðrik Jóhannsson sem nýverið tók við stjórn bankans segir uppgjörið gott. "Það er ánægjulegt að sjá hagnað á fjórðungnum þrátt fyrir skarpa lækkun á helstu mörkuðum." Hann segir þetta staðfestingu á stefnu bankans að leggja áherslu á að efla aðra tekjustofna en gengishagnað hlutabréfa. "Vaxta- og þóknunartekjur eru rúmir 5,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er fjórfaldur rekstrarkostnaður bankans á tímabilinu." Greiningardeild KB banka velti vöngum yfir því hvort viðskiptavild vegna sameiningar Straums og Burðaráss yrðir afskrifuð, en Friðrik segir ekki um slíka afskrift að ræða í uppgjörinu. Gera má ráð fyrir að viðskiptavildin sé metin þannig að við sameiningu sé bankinn í stakk búinn til takast á við stærri og viðameiri verkefni. Ljóst er að bankinn er mjög sterkur með ríflega 128 milljarða í eigin fé og eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 31,7% sem gefur svigrúm til töluverðrar lánastarfsemi til viðbótar. "Það er ljóst að staða bankans er sterk." Milli fyrsta og annars ársfjórðungs drógust fjárfestingartekjur verulega saman. Liðurinn aðrar fjárfestingartekjur gaf rúma sautján milljarða af sér á fyrsta ársfjórðungi en afkoman af þeirri starfsemi var neikvæð um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 1.400 milljónum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæpar fimm hundruð á þeim fyrsta. Straumur hagnaðist á veikingu krónunnar bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hafliði Helgason skrifar Hagnaður Straums Burðaráss fjárfestingarbanka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 307 milljónum króna. Afkoman er mun betri en spár bankanna gerðu ráð fyrir en allir spáðu þeir tapi á rekstri Straums á ársfjórðungnum á bilinu 1,4 til 3,1 milljarðs króna. Hagnaður annars ársfjórðungs í fyrra nam þremur milljörðum en nítján á þeim fyrsta. Straumur hefur verið umsvifamikill á innlendum markaði og á Norðurlöndunum, en hlutabréfamarkaðir hér og á Norðurlöndum hafa gáfu lítið af sér á fjórðungnum. Friðrik Jóhannsson sem nýverið tók við stjórn bankans segir uppgjörið gott. "Það er ánægjulegt að sjá hagnað á fjórðungnum þrátt fyrir skarpa lækkun á helstu mörkuðum." Hann segir þetta staðfestingu á stefnu bankans að leggja áherslu á að efla aðra tekjustofna en gengishagnað hlutabréfa. "Vaxta- og þóknunartekjur eru rúmir 5,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er fjórfaldur rekstrarkostnaður bankans á tímabilinu." Greiningardeild KB banka velti vöngum yfir því hvort viðskiptavild vegna sameiningar Straums og Burðaráss yrðir afskrifuð, en Friðrik segir ekki um slíka afskrift að ræða í uppgjörinu. Gera má ráð fyrir að viðskiptavildin sé metin þannig að við sameiningu sé bankinn í stakk búinn til takast á við stærri og viðameiri verkefni. Ljóst er að bankinn er mjög sterkur með ríflega 128 milljarða í eigin fé og eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 31,7% sem gefur svigrúm til töluverðrar lánastarfsemi til viðbótar. "Það er ljóst að staða bankans er sterk." Milli fyrsta og annars ársfjórðungs drógust fjárfestingartekjur verulega saman. Liðurinn aðrar fjárfestingartekjur gaf rúma sautján milljarða af sér á fyrsta ársfjórðungi en afkoman af þeirri starfsemi var neikvæð um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur námu tæpum 1.400 milljónum á öðrum ársfjórðungi samanborið við tæpar fimm hundruð á þeim fyrsta. Straumur hagnaðist á veikingu krónunnar bæði á fyrsta og öðrum ársfjórðungi.
Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira