Mikil dramatík í NBA í nótt 21. desember 2006 12:04 Stórleikur LeBron James gegn New Jersey dugði skammt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. New York lagði Charlotte 111-109 í tvíframlengdum leik þar sem David Lee skoraði sigurkörfuna með því að blaka boltanum í körfuna þegar lokaflautið gall. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte en Channing Frye skoraði 30 fyrir New York. Utah vann ævintýralegan sigur á Atlanta 112-106 eftir að hafa verið 21 stigi undir fyrir lokaleikhlutann. Utah vann fjórða leikhlutann 40-13 og tryggði sér sigur í leik sem virtist gjörtapaður. Mehmet Okur skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. Það sama var uppi á teningnum í Minneapolis þar sem LA Lakers lagði Minnesota 111-94. Lakers vann fjórða leikhlutann 34-7. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers og Ricky Davis og Kevin Garnett skoruðu 22 stig hvor fyrir Minnesota. TJ Ford skoraði sigurkörfu Toronto um leið og lokaflautið gall gegn LA Clippers og tryggði Toronto 98-96 sigur. Fred Jones skoraði 23 stig fyrir Toronto en Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Orlando lagði New Orleans 86-83 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Orleans. Indiana færði Philadelphia 12. tapið í röð með 101-93 sigri á útivelli. Jermaine O´Neal skoraði 34 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana en Kyle Korver og Andre Iquodala skoruðu 20 stig hvor fyrir Philadelphia. Golden State afstýrði 8 leikja taphrinu á útivelli með 96-95 sigri á Boston sem hafði unnið fimm leiki í röð. Baron Davis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston. Milwaukee burstaði Miami 121-95. Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 19 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. New Jersey vann Cleveland 113-111 í æsilegum leik. Vince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey en LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. San Antonio lagði Memphis 105-98. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, en Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis. Portland vann Houston 89-87 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Yao Ming skoraði 34 stig fyrir Houston en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Loks vann Dallas auðveldan sigur á Seattle 103-95 þrátt fyrir að Dirk Nowitzki þyrfti að fara af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Eric Dampier skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Dallas en Luke Ridnour skoraði 21 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. New York lagði Charlotte 111-109 í tvíframlengdum leik þar sem David Lee skoraði sigurkörfuna með því að blaka boltanum í körfuna þegar lokaflautið gall. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte en Channing Frye skoraði 30 fyrir New York. Utah vann ævintýralegan sigur á Atlanta 112-106 eftir að hafa verið 21 stigi undir fyrir lokaleikhlutann. Utah vann fjórða leikhlutann 40-13 og tryggði sér sigur í leik sem virtist gjörtapaður. Mehmet Okur skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. Það sama var uppi á teningnum í Minneapolis þar sem LA Lakers lagði Minnesota 111-94. Lakers vann fjórða leikhlutann 34-7. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers og Ricky Davis og Kevin Garnett skoruðu 22 stig hvor fyrir Minnesota. TJ Ford skoraði sigurkörfu Toronto um leið og lokaflautið gall gegn LA Clippers og tryggði Toronto 98-96 sigur. Fred Jones skoraði 23 stig fyrir Toronto en Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Orlando lagði New Orleans 86-83 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Orleans. Indiana færði Philadelphia 12. tapið í röð með 101-93 sigri á útivelli. Jermaine O´Neal skoraði 34 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana en Kyle Korver og Andre Iquodala skoruðu 20 stig hvor fyrir Philadelphia. Golden State afstýrði 8 leikja taphrinu á útivelli með 96-95 sigri á Boston sem hafði unnið fimm leiki í röð. Baron Davis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston. Milwaukee burstaði Miami 121-95. Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 19 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. New Jersey vann Cleveland 113-111 í æsilegum leik. Vince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey en LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. San Antonio lagði Memphis 105-98. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, en Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis. Portland vann Houston 89-87 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Yao Ming skoraði 34 stig fyrir Houston en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Loks vann Dallas auðveldan sigur á Seattle 103-95 þrátt fyrir að Dirk Nowitzki þyrfti að fara af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Eric Dampier skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Dallas en Luke Ridnour skoraði 21 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira