Til minningar um Túrkmenbashi 21. desember 2006 10:51 Einn nafntogaðasti einræðisherra í heimi, forseti Túrkmenistans, lést úr hjartaáfalli í nótt. Þar með lýkur einni taumlausustu sjálfsdýrkun sem um getur í seinni tíð en ekki er víst að þegnar hans fái þrátt fyrir allt til baka nokkuð af þeim mannréttindum sem þeir hafa farið á mis við í valdatíð hans. Saparmurat Niyazov bauð þegnum sínum að kalla sig Túrkmenbashi, eða föður allra Túrkmena, og hafði veitt sjálfum sér lífstíðar forsetatign. Hann er frægur að endemum fyrir sjálfsdýrkun og framúrstefnulegar hugmyndir sem brosað hefur verið að úr fjarlægð. Myndir og styttur af honum eru hvarvetna í landinu, helst þessara minnismerkja er gullstytta af honum sem snýr alltaf í átt að sólinni. Að sögn Niyazovs finnst honum þó ekki eftirsóknarvert að sjá andlit sitt alls staðar, heldur er það fólkið sem krefst þess. Skólakerfið kennir börnum að elska leiðtogann og bókasöfn bjóða ekki upp á gagnrýna hugsun, heldur einungis bækur eftir Niyazov sjálfan. Meðal forvitnilegra forsetaúrskurða sem hann hefur látið frá sér fara eru að segja bestu tannhirðuna vera að tyggja bein og að láta lækna sverja hollustueið við forsetann í stað þess Hippókratesareiðsins. Hörð gagnrýni mannréttindasamtaka á hendur honum beinist meðal annars að ákvörðunum á borð við að loka öllum sjúkrahúsum á landsbyggðinni, með þeirri skýringu að landsbyggðarbúar geti bara komið til höfuðborgarinnar til aðhlynningar. Einnig lokaði hann öllum bókasöfnum á landsbyggðinni með þeim rökum að Túrkmenar lesi ekki. Þá sagði hann upp 15 þúsund læknum og hjúkrunarfræðingum og ákvað að kennarar myndu lækka niður í lágmarkslaun nema þeir skrifuðu lofgrein um forsetann og birtu í öðru af tveimur dagblöðum. Búið er að útnefna arftaka hans til bráðabirgða, varaforsætisráðherra landsins, Kurbanguly Berdymukhamedov stjórnar landinu í bili. Ekki er hins vegar víst að úrbætur verði í landinu með nýjum leiðtoga, þar sem tilkynnt hefur verið að ekki verði stefnubreyting frá stefnu Túrkmenbashis. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Einn nafntogaðasti einræðisherra í heimi, forseti Túrkmenistans, lést úr hjartaáfalli í nótt. Þar með lýkur einni taumlausustu sjálfsdýrkun sem um getur í seinni tíð en ekki er víst að þegnar hans fái þrátt fyrir allt til baka nokkuð af þeim mannréttindum sem þeir hafa farið á mis við í valdatíð hans. Saparmurat Niyazov bauð þegnum sínum að kalla sig Túrkmenbashi, eða föður allra Túrkmena, og hafði veitt sjálfum sér lífstíðar forsetatign. Hann er frægur að endemum fyrir sjálfsdýrkun og framúrstefnulegar hugmyndir sem brosað hefur verið að úr fjarlægð. Myndir og styttur af honum eru hvarvetna í landinu, helst þessara minnismerkja er gullstytta af honum sem snýr alltaf í átt að sólinni. Að sögn Niyazovs finnst honum þó ekki eftirsóknarvert að sjá andlit sitt alls staðar, heldur er það fólkið sem krefst þess. Skólakerfið kennir börnum að elska leiðtogann og bókasöfn bjóða ekki upp á gagnrýna hugsun, heldur einungis bækur eftir Niyazov sjálfan. Meðal forvitnilegra forsetaúrskurða sem hann hefur látið frá sér fara eru að segja bestu tannhirðuna vera að tyggja bein og að láta lækna sverja hollustueið við forsetann í stað þess Hippókratesareiðsins. Hörð gagnrýni mannréttindasamtaka á hendur honum beinist meðal annars að ákvörðunum á borð við að loka öllum sjúkrahúsum á landsbyggðinni, með þeirri skýringu að landsbyggðarbúar geti bara komið til höfuðborgarinnar til aðhlynningar. Einnig lokaði hann öllum bókasöfnum á landsbyggðinni með þeim rökum að Túrkmenar lesi ekki. Þá sagði hann upp 15 þúsund læknum og hjúkrunarfræðingum og ákvað að kennarar myndu lækka niður í lágmarkslaun nema þeir skrifuðu lofgrein um forsetann og birtu í öðru af tveimur dagblöðum. Búið er að útnefna arftaka hans til bráðabirgða, varaforsætisráðherra landsins, Kurbanguly Berdymukhamedov stjórnar landinu í bili. Ekki er hins vegar víst að úrbætur verði í landinu með nýjum leiðtoga, þar sem tilkynnt hefur verið að ekki verði stefnubreyting frá stefnu Túrkmenbashis.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira