Innlent

Margir vilja byggja sumarhús í Borgarfirði

Talið er að allt að eittþúsund sumarhúsalóðir séu í undirbúningi í Borgarfirði.
Talið er að allt að eittþúsund sumarhúsalóðir séu í undirbúningi í Borgarfirði. MYND/Vísir

Sumarhúsum í Borgarbyggð og Skorradalshreppi hefur fjölgað um rúm sjö prósent á árinu. Talið er að allt að eittþúsund sumarhúsalóðir séu í undirbúningi í Borgarfirði.

Sumarhús á svæðinu eru nú tæplega átjánhundruð og hefur fjölgað um rúmlega hundrað og tuttugu á árinu auk þess sem fjölmörg hús eru í byggingu. Fréttavefurinn Skessuhorn greinir frá þessu en ekkert lát virðist vera a beiðnum um deiliskipulag á mörgum byggingasvæðum með hundruðum lóða fyrir sumarhús sem ætlunin er að byggja á næstu árum. Erfitt er að sjá hversu margar sumarhúsalóðir eru í undirbúningi í Borgarfirði en þær gætu nálgast eitt þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×