Guðmundur á Mokka kvaddur 20. nóvember 2006 18:59 Guðmundur Baldvinsson var jarðsunginn í dag í Kristkirkju. Guðmundur var einstakur öðlingur sem í áratugi rak hið frábæra kaffihús Mokka á Skólavörðustíg. Kaffihúsið er löngu orðið sígilt, enda líður brátt að því að það hafi starfað í hálfa öld, innréttingarnar þar inni í dásamlegum módernískum stíl frá því í kringum 1960 og hefur aldrei verið breytt, þögnin þar inni - Guðmundur setti víst upp hátalara þegar hann opnaði staðinn og ætlaði að spila klassíska músík en þeir voru aldrei notaðir. Þegar ég var í menntaskóla var Mokka ennþá eini staðurinn á Íslandi þar sem var hægt að fá alvöru ítalskt kaffi, espresso og capuccino. Nú hafa tímarnir breyst, ég hef til dæmis sannreynt að þennan drykk er hægt að fá í Stykkishólmi og á Blönduósi. Víða um bæinn eru kaffihús sem selja prýðilegt kaffi, en flest eru þau karakterlaus miðað við hið sögufræga Mokka. Og þau verða ábyggilega ekki jafn langlíf. Ég var fastagestur á Mokka árum saman og mannlífsflóran var stórbrotin. Minnisstæðir eru Thor Vilhjálmsson, Sigfús Daðason, Jón Gunnar Árnason, Dagur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Andrés Kolbeinsson og Jörundur Hilmarsson, en svo voru náttúrlega líka minni spámenn, ekki síður eftirminnilegir. Bundu kannski ekki allir bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Aldrei varð ég var við að Guðmundur færi í manngreinarálit. Hann virtist innilega laus við allt snobb og tildur og var einstaklega umburðarlyndur gagnvart mislitum gestahóp. Líka gagnvart mér og vinum mínum sem stundum vorum svo vitlaus að móðir eins okkar kallaði okkur tortímingarsveitina. En eftir árin á Mokka er ég svo snobbaður að ég drekk aldrei annað kaffi en ítalskt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun
Guðmundur Baldvinsson var jarðsunginn í dag í Kristkirkju. Guðmundur var einstakur öðlingur sem í áratugi rak hið frábæra kaffihús Mokka á Skólavörðustíg. Kaffihúsið er löngu orðið sígilt, enda líður brátt að því að það hafi starfað í hálfa öld, innréttingarnar þar inni í dásamlegum módernískum stíl frá því í kringum 1960 og hefur aldrei verið breytt, þögnin þar inni - Guðmundur setti víst upp hátalara þegar hann opnaði staðinn og ætlaði að spila klassíska músík en þeir voru aldrei notaðir. Þegar ég var í menntaskóla var Mokka ennþá eini staðurinn á Íslandi þar sem var hægt að fá alvöru ítalskt kaffi, espresso og capuccino. Nú hafa tímarnir breyst, ég hef til dæmis sannreynt að þennan drykk er hægt að fá í Stykkishólmi og á Blönduósi. Víða um bæinn eru kaffihús sem selja prýðilegt kaffi, en flest eru þau karakterlaus miðað við hið sögufræga Mokka. Og þau verða ábyggilega ekki jafn langlíf. Ég var fastagestur á Mokka árum saman og mannlífsflóran var stórbrotin. Minnisstæðir eru Thor Vilhjálmsson, Sigfús Daðason, Jón Gunnar Árnason, Dagur Sigurðarson, Þorsteinn frá Hamri, Andrés Kolbeinsson og Jörundur Hilmarsson, en svo voru náttúrlega líka minni spámenn, ekki síður eftirminnilegir. Bundu kannski ekki allir bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Aldrei varð ég var við að Guðmundur færi í manngreinarálit. Hann virtist innilega laus við allt snobb og tildur og var einstaklega umburðarlyndur gagnvart mislitum gestahóp. Líka gagnvart mér og vinum mínum sem stundum vorum svo vitlaus að móðir eins okkar kallaði okkur tortímingarsveitina. En eftir árin á Mokka er ég svo snobbaður að ég drekk aldrei annað kaffi en ítalskt.