Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent 26. október 2006 09:20 Landsbanki Íslands. Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira