Avion Group semur um yfirtökutilboð 16. október 2006 13:48 Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að yfirtökutilboðið gildi í 10 daga frá því að það er sent hluthöfum félagsins. Jafnframt segir að eftir ítarlega skoðun á valmöguleikum varðandi framtíðarstefnu félagsins hafi stjórn Atlas Cold Storage ákveðið að tilboð Avion Group væri hagstætt fyrir hluthafa Atlas og mælir hún einróma með því að hluthafar taki nýju tilboði Avion Group. Fjárhagslegir ráðgjafar Atlas, BMO Capital Markets og Brascan Financial Real Estate Group hafa einnig komist að niðurstöðu um að tilboð Avion Group sé hagstætt fyrir hluthafa Atlas. Þeir hluthafar Atlas sem taka tilboði Avion eiga ekki lengur rétt á mánaðarlegum arðgreiðslum, að því er segir í tilkynningunni. Til að styðja við tilboðið hafa hluthafar í Atlas sem eiga um 20,6 prósenta hlut í félaginu ákveðið að styðja tilboð Avion Group og hafa skrifað undir samninga þess efnis. Hlutir sem Avion hefur samið um kaup á til viðbótar við þau 13,8 prósent sem Avion og KingStreet Capital Partners eiga nema samtals um 34,4 prósentum hlutafjár í Atlas. Haft er eftir David Williamson, forstjóra Atlas, að hækkað yfirtökutilboð Avion Group sé niðurstaða umfangsmikillar skoðunar á framtíðarmöguleikum félagsins. Haft hafi verið samband við 57 tilboðsgjafa og trúnaðarupplýsingar veittar. Sérstakt gagnaherbergi var opnað fyrir 22 aðilum. Þá hefur Avion einnig náð samkomulagi um að Atlas greiði Avion 15 milljónir kanadískra dala eða rúmar 897 milljónir króna ef kaupin gangi ekki eftir að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að yfirtökutilboðið gildi í 10 daga frá því að það er sent hluthöfum félagsins. Jafnframt segir að eftir ítarlega skoðun á valmöguleikum varðandi framtíðarstefnu félagsins hafi stjórn Atlas Cold Storage ákveðið að tilboð Avion Group væri hagstætt fyrir hluthafa Atlas og mælir hún einróma með því að hluthafar taki nýju tilboði Avion Group. Fjárhagslegir ráðgjafar Atlas, BMO Capital Markets og Brascan Financial Real Estate Group hafa einnig komist að niðurstöðu um að tilboð Avion Group sé hagstætt fyrir hluthafa Atlas. Þeir hluthafar Atlas sem taka tilboði Avion eiga ekki lengur rétt á mánaðarlegum arðgreiðslum, að því er segir í tilkynningunni. Til að styðja við tilboðið hafa hluthafar í Atlas sem eiga um 20,6 prósenta hlut í félaginu ákveðið að styðja tilboð Avion Group og hafa skrifað undir samninga þess efnis. Hlutir sem Avion hefur samið um kaup á til viðbótar við þau 13,8 prósent sem Avion og KingStreet Capital Partners eiga nema samtals um 34,4 prósentum hlutafjár í Atlas. Haft er eftir David Williamson, forstjóra Atlas, að hækkað yfirtökutilboð Avion Group sé niðurstaða umfangsmikillar skoðunar á framtíðarmöguleikum félagsins. Haft hafi verið samband við 57 tilboðsgjafa og trúnaðarupplýsingar veittar. Sérstakt gagnaherbergi var opnað fyrir 22 aðilum. Þá hefur Avion einnig náð samkomulagi um að Atlas greiði Avion 15 milljónir kanadískra dala eða rúmar 897 milljónir króna ef kaupin gangi ekki eftir að uppfylltum nokkrum skilyrðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira