Launavísitala í síðasta mánuði hækkaði um 1,7 prósent frá júní og hefur vísitalan hækkað um 10,2 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.
Til samanburðar hækkaði launavísitalan á bilinu 0,3 prósent til 0,9 prósent á milli mánaða frá febrúar til júní.
Þá segir á vef Hagstofunnar ennfremur að launavísitalan, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í september 2006, er 6.461 stig.