Faldo Series til Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.