Viðskipti innlent

Landsvirkjun gefur út skuldabréf

Landsvirkjun.
Landsvirkjun.

Landsvirkjun hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir evra, jafnvirði 14,4 milljarða íslenskra króna, undir rammasamningi fyrirtækisins. Lánið er til 20 ára. Með útgáfunni er fjármögnun Landsvirkjunar á árinu nærri lokið en einungis er eftir að fjármagna sem svarar til um 1,6 milljarða króna. Heildarfjárþörf Landsvirkjunar er 45 milljarðar króna á árinu.

Umsjónaaðilar útgáfunnar er franski bankinn IXIS og er fjárfestirinn evrópskur. Samhliða þessum viðskiptum er verið að ljúka útgáfu á 50 milljóna evru, jafnvirði rúmlega 4,7 milljarða króna, skuldabréfs til 10 ára. Kjörin eru samkvæmt útgefnum viðmiðum og er umsjónaraðilinn skandínavískur. Skuldabréfið er einnig gefið út undir EMTN rammasamning Landsvirkjunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun til Kauphallarinnar.

Þá kemur fram að fjármögnun Landsvirkjunar á árinu hafi gengið vel og hafi kjör fyrirtækisins verið í samræmi við markmið en fjármögnunin hefur að mestu farið fram á Evrópumarkaði. Fyrir utan fjármögnun ársins hefur Landvirkjun aðgang að veltiláni að 400 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 29,8 milljarða króna, sem tekið var í lok síðasta árs og er ætlað að styðja enn frekar við lausafjárstöðu fyrirtækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×