Erlent

Lík belgískra telpna fundin

Lögreglan í Belgíu hefur nú fundið lík tveggja stúlkna sem leitað hefur verið að í rúmar þrjár vikur. Lík stúlknanna fundust með nokkurra metra millibili í háu grasi við járnbrautarteina. Niðurstöður krufningar verða birtar innan skamms en lögreglan telur ekki líklegt að stúlkurnar hafi látist af slysförum.

Stúlkurnar Stacy og Nathalie, sem voru sjö og tíu ára, hurfu úr útiveislu sem þær voru í ásamt foreldrum sínum í Liege í Belgíu þann 10. júní.

Þekktur barnaníðingur hefur verið í haldi lögreglu frá 13. júní grunaður um að hafa rænt stúlkunum og myrt þær. Hann gaf sig fram við lögreglu þegar lýst var eftir honum en hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum.

Málið hefur vakið upp hræðilegar minningar Belga um barnaníðinginn Marc Dutroux sem rændi og nauðgaði alls sex stúlkum og myrti tvær þeirra fyrir tíu árum síðan. Tvær til viðbótar dóu úr hungri í kjallara þar sem hann hafði lokað þær inni, meðan hann afplánaði dóm fyrir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×