Nói-Síríus kaupir enskt sælgætisfyrirtæki 3. mars 2006 14:06 Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói-Síríus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Núverandi stjórnendur, sem keyptu fyrirtækið árið 2000, munu áfram eiga hlut í því auk þess sem flestir þeirra starfa áfram hjá félaginu og sinna daglegri stjórn. Straumur-Burðarás veitti Nóa-Síríusi ráðgjöf varðandi kaupin, að því er segir í tilkynningu. Samfara kaupunum hefur verið ákveðið að úthýsa framleiðslu fyrirtækisins og hefur um það verið samið við þrjá súkkulaðiframleiðendur, bæði á Englandi og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar sölu, markaðsstarfsemi og stjórnunar munu þó áfram verða í Bristol. Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, segir að kaupin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa-Síríusar hér á landi og muni hún verða á sömu nótum og verið hefur. Fengur sé í því fyrir Nóa-Sírius að kynnast og taka þátt í með beinum hætti sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. Þegar tvö rótgróin fyrirtæki með svo mikla og góða reynslu rugli saman reytum megi vænta ávinnings fyrir þau bæði, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar. Elizabeth Shaw er með svipaða ársveltu og Nói-Síríus eða sem svarar til um 1.400 milljónum króna. Núverandi stjórnendur, sem keyptu fyrirtækið árið 2000, munu áfram eiga hlut í því auk þess sem flestir þeirra starfa áfram hjá félaginu og sinna daglegri stjórn. Straumur-Burðarás veitti Nóa-Síríusi ráðgjöf varðandi kaupin, að því er segir í tilkynningu. Samfara kaupunum hefur verið ákveðið að úthýsa framleiðslu fyrirtækisins og hefur um það verið samið við þrjá súkkulaðiframleiðendur, bæði á Englandi og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar sölu, markaðsstarfsemi og stjórnunar munu þó áfram verða í Bristol. Finnur Geirsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, segir að kaupin muni ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi Nóa-Síríusar hér á landi og muni hún verða á sömu nótum og verið hefur. Fengur sé í því fyrir Nóa-Sírius að kynnast og taka þátt í með beinum hætti sambærilegri starfsemi á svo stórum markaði sem Bretland er. Þegar tvö rótgróin fyrirtæki með svo mikla og góða reynslu rugli saman reytum megi vænta ávinnings fyrir þau bæði, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira