Erlent

Úkraínska stjórnin fallin

Úkraínska þingið ákvað í dag að víkja ríkisstjórn landsins frá.
Úkraínska þingið ákvað í dag að víkja ríkisstjórn landsins frá. MYND/AP

Úkraínska þingið samþykkti vantraust á ríkisstjórn landsins með 250 af 450 atkvæðum í atkvæðagreiðslu í dag. Ástæðan fyrir vantraustinu er gassamningurinn sem stjórnin gerði við Rússa sem hefur í för með sér að Úkraína þarf að greiða hærra verð fyrir það gas sem hún fær. Viktor Jústsjenkó forseti ætlar að láta stjórnarskrárdómstól landsins kveða úr um lögmæti atkvæðagreiðslunnar.

Talsmaður Jústsjenkó sagði skömmu eftir atkvæðagreiðsluna að forsetinn teldi athafnir þingsins brjóta í bága við stjórnarskrá og myndi því freista þess að fá atkvæðagreiðsluna ógilta.

Ríkisstjórnin verður áfram við völd þar til Jústsjenkó hefur tilnefnt nýja ríkisstjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×