Erlent

Glæpum fer fækkandi í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn MYND/Pjetur

Glæpum fer fækkandi í Danmörku ef marka má nýjar tölur þar um sem Jótlandspósturinn greinir frá á vefsíðu sinni. Tilkynningum til lögreglu fækkaði á þriðja ársfjórðungi nýliðins árs um rúmlega átta þúsund frá sama tímabili í fyrra, og voru þar með komnar niður í rúmlega hundrað og tíu þúsund. Fækkunin er mest áberandi þegar kemur að innbrotum, þjófnuðum og nytjastuldi. Lögreglan þakkar þetta fyrst og fremst auknu eftirliti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×