Viðskipti innlent

Söluhagnaður Straums-Burðaráss 16 milljarðar króna

Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss.
Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss. MYND/Stefán

Söluhagnaður Straums-Burðaráss af sölu á tæplega fjórðungshlut fyrirtækisins í Íslandsbanka nemur um 16 milljörðum króna, að sögn Þórðar Más Jóhannessonar forstjóra. Miklar vangaveltur eru þegar uppi um frekari eignatilfærslur hér innanlands eftir að Straumur-Burðarás fékk um 80 milljarða króna fyrir hlutinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður félagsins, segir hins vegar í viðtali við Blaðið að það sé stefna félagsins að dreifa áhættunni í fjárfestingum með því að draga úr umsvifum hér á landi og auka starfssemina ytra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×