Erlent

Sharon enn haldið sofandi í öndunarvél

Beðið hefur verið fyrir Sharon víða um heim, þar á meðal í New York .
Beðið hefur verið fyrir Sharon víða um heim, þar á meðal í New York . MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er enn haldið sofandi í öndunarvél eftir heilablóðfallið sem hann fékk í fyrradag. Sharon gekkst undir sjö tíma langa aðgerð vegna heilablæðingarinnar í fyrrinótt og segja læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem, þar sem forsætisráðherrann dvelur, að honum verði haldið sofandi næstu tvo sólarhringana.

Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, er nú sitjandi forstætisráðherra. Læknar Sharons, sem er 77 ára að aldri, eru svartsýnir á að hann nái bata eftir heilablóðfallið, þrátt fyrir að tekist hafi að stöðva blæðinguna. Víða um heim er beðið fyrir leiðtoganum, meðal annars á meðal gyðingasamfélagsins í New York og París. Þá á Sharon einnig ófáa fylgismenn í Búenos Aires í Argentínu, þar sem er að finna stærsta gyðingasamfélag Suður-Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×