Erlent

Fjölmargir pílagrímar létust þegar gisthús í Mekka hrundi

Að minnsta kosti 15 pílagrímar létu lífið og um það bil 40 slösuðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádí Arabíu í dag. Margir voru á ferð nálægt gistihúsinu og urðu undir braki þegar það hrundi. Rúmlega milljón múslimar víðs vegar að úr heiminum er komnir til Mekka vegna fimm daga Haj-trúarhátíðarinnar sem nú stendur þar yfir. Björgunarsveitarmenn kanna nú hvort einhverjir séu enn á lífi í rústum byggingarinnar. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvers vegna gistihúsið hrundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×