Erlent

Systkin látast úr fuglaflensu í Tyrklandi

MYND/AP

Fjórtán ára drengur og systir hans hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi síðan í gær. Þetta eru fyrstu tilfelli þess að fólk láti lífið þar af völdum veikinnar. Heilbrigðisráðherra Tyrklands greindi frá dauða drengsins á blaðamannafundi og fregnir af dauða systur hans bárust svo í morgun. Í upphafi minntu öll einkenni þess sjúkdóms sem hrjáði systkinin á lungnabólgu en greining lífssýna leiddi í ljós að um fuglaflensu væri að ræða af gerðinni H5N1. Tveir ættingjar systkinanna hafa einnig greinst með fuglaflensu og hafa þeir verið lagðir inn á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×