Viðskipti innlent

Pálmi kaupir 12 prósenta hlut í sænskri ferðaskrifstofu

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Fons, hefur keypt tólf prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket og er þar með stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Þetta kemur fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri. Þar segir einnig að Pálmi hafi greitt um 400 milljónir íslenskra króna fyrir hlutinn, en hann á einnig stærstan hlut í sænska lággjaldaflugfélaginu Flyme.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×