Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna 9. maí 2006 17:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar hf. Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Tap Dagsbrúnar hf. vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þá hefur rekstur Securitas og Senu verið hluti af samstæðureikningi Dagsbrúnar hf. frá 1. febrúar síðastliðnum. Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum króna og jukust um 331 milljónir króna sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir króna. Þá segir í tilkynningunni að rekstur félagsins sé á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir að rekstur félagsins hafi einkennst af miklum innri og ytri vexti. Sé rekstur þess að standast áætlanir, ef undan eru skyldar gengisbreytingar vegna erlendra lána. Áhrif gengisbreytinganna séu í samræmi við markaða stefnu í áhættustýringu félagsins. Félagið keypti nokkur öflug félög á fyrstu þremur mánuðum ársins en einnig hefur það lagt áherslu á að efla þær einingar sem fyrir eru í samstæðunni. „Mikill vöxtur hefur til dæmis einkennt Og1 vildarþjónustu hjá Og Vodafone en í kringum 15 þúsund heimili hafa nú þegar skráð sig, þar af um 3.800 á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þessi aukning gefur góð fyrirheit um tekjuvöxt á komandi mánuðum. M12 vildarklúbbur Stöðvar 2 hefur einnig vaxið stöðugt enda hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri en nú," segir Gunnar Smári Egilsson. Þá hefur Dagsbrún lagt áherslu á fjárfestingartækifæri á prentmiðlamarkaði á erlendum vettvangi. Félagið hefur þegar stigið sín fyrstu skref í þá átt með því að eignast meirihluta í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group en hlutur Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group nemur 95 prósentum. Þá hefur Dagsbrún unnið að undirbúningi að útgáfu nýs dagblaðs að fyrirmynd Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, sem dreift verður án endurgjalds til um 500 til 700 þúsund heimila í Danmörku. Félagið hefur fengið til sín afar hæfa danska stjórnendur til þess að fylgja verkefninu úr hlaði. „Á fyrsta ársfjórðungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjölmiðlunar og afþreyingar. Markmið Dagsbrúnar er að verða leiðandi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónunum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prentmiðla í Skandinavíu og Bretlandi," segir Gunnar Smári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira