Stýrihópur leggur til stofnun heildsölubanka 27. september 2006 00:01 Stýrihópur, sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölubanka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinnar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanlegu kjör. Höfðaborg Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum.Fréttablaðið/E.Ól. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum hópsins. "Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbyggingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum," segir stýrihópurinn. Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Stýrihópur, sem félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar á þessu ári og var falið að efna til víðtæks samráðs um framtíðarstefnumótun um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum, mælir með stofnun nýs heildsölubanka. Hópurinn leitaði samráðs við yfir 20 hagsmunaaðila og fyrirtæki og hefur kynnt ríkisstjórninni tillögur sínar auk athugasemda Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Þar ber nokkuð í milli því SBV telur að heildsölusjóður ætti að vera í sameiginlegri eigu Íbúðalánasjóðs, banka og sparisjóða. Þá eru samtökin sögð andvíg því að sjóðurinn hafi félagslegar kvaðir, auk þess sem þau vildu fara aðrar leiðir í útfærslu heildsöluleiðarinnar þar sem bankar og sparisjóðir hefðu meira sjálfræði en tillögur hópsins fela í sér. Í niðurstöðu stýrihópsins segir að hann hafi lagt áherslu á nýja heildsöluleið, ef af verði, sem byggi á gagnsæi í verðlagningu og að samningssamband lánssamninga verði milli heildsölubankans og lántaka líkt og tíðkist erlendis. Slíkt kerfi sé mikið hagsmunamál neytenda og tryggi skilvirkni í fjármögnun og bestu fáanlegu kjör. Höfðaborg Íbúðalánasjóður er með höfuðstöðvar sínar í Höfðaborg, Borgartúni 21 í Reykjavík, ásamt fjölda annarra stofnana. Stýrihópur sem fjalla átti um framtíð sjóðsins hefur lokið störfum.Fréttablaðið/E.Ól. Þá segir enn fremur að allir aðilar sem stýrihópurinn hafi rætt við hafi verið sammála um mikilvægi þess að almenn löggjöf yrði sett um sérvarin skuldabréf, sem geti skilað sambærilegum útlánakjörum og Íbúðalánasjóður býður í dag. Slíkt myndi auðvelda fjármögnun íbúðalána og gera hana hagkvæmari. Þá ætti nýr heildsölubanki ekki að njóta neinna samkeppnishamlandi sérréttinda, að því er segir í tillögum hópsins. "Þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram byggja á þeim fyrirmyndum sem vel hafa gefist í nágrannalöndum okkar áratugum saman. Ef vel tekst til við uppbyggingu fjármögnunarkerfis sem þessa gæti það verið vísir að nýrri fjármögnunarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt væri að afla fjár til íbúðalána án ríkisábyrgðar með skilvirkum hætti og á hagstæðum kjörum," segir stýrihópurinn.
Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira