Efasemdir um enn víðtækari samruna 27. september 2006 00:01 Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangaveltur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkauphöll á borð við markaðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um vænleika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýverið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varnaðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víðtækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kauphallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun. Viðskipti Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangaveltur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkauphöll á borð við markaðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um vænleika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýverið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varnaðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víðtækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kauphallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun.
Viðskipti Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira