Erlent

Sharon enn á milli heims og helju

MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, liggur enn á milli heims og helju. Læknar Sharons ætla að freista þess að vekja hann klukkan hálfníu að íslenskum tíma en þá fyrst verður hægt að meta skaðann sem Sharon hefur orðið fyrir vegna heilablóðfallsins sem hann fékk á miðvikudag. Sharon var á búgarði sínum í suðurhluta Ísraels þegar hann veiktist en þar hvílir önnur kona hans, Lily, sem dó árið 2000 úr lungnakrabba, þá 63 ára að aldri. Mikill fjöldi bréfa hefur borist sjúkrahúsinu þar sem Sharon er, hvaðanæva að úr heiminum, með óskum um bata en læknar hafa þó sagt að litlar líkur séu á að forsætisráðherrann nái sér og ljóst að stjórnmálaferli hans er lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×