Erlent

Ekki færri hælisumsækjendur í Danmörku í áratugi

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Mynd/Pjetur

Ekki hafa jafn fáir sótt um hæli í Danmörku síðan í byrjun 9. áratugarins. Fjöldi umsækjenda náði hámarki árið 2001 þegar 12.500 manns sóttu um hæli og þar af var 6.000 manns veitt hæli. Í lok nóvember á síðasta ári var fjöldi þeirra sem fengu hæli í Danmörku 872 af þeim rúmlega 2.000 manns sem sóttu um hæli. Ástæður þessa miklu fækkunar umsókna og sömuleiðis fækkunar á veitingu hælis er að hluta til vegna strengri reglna í Danmörku og einnig að mörgum hælisleitendum er vísað til þess lands sem þau komu dvöldi síðast í áður en þau komu til Danmerkur. Margir þeirra sem fá neitun um hæli sækja um aftur og þá útaf mannúðarástæðum en fjöldi slíkra umsókna hefur fjölgað markvert frá árinu 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×