Erlent

Fuglaflensutilfellum fjölgar í Tyrklandi

Tólf manns hafa í dag verið lagðir inn á sjúkrahús í Tyrklandi smitaðir af fuglaflensu að því er talið er. Ljóst er að fuglaflensan er að breiða úr sér í Tyrklandi og hafa þrír greinst með veiruna í höfuðborg landsins Ankara og tveir til viðbótar í borginni Van í austurhluta landsins um helgina. Fimmmenningarnir greindust allir með hættulegasta afbrigði fuglaflensuveirunnar, sem kallast H5N1. Ankara er í 400 kílómetra fjarlægð frá Bospórusundi en við það stendur Istanbúl, fjölmennasta borg landsins. Yfirmaður sóttvarna í Rússlandi hvatti í gær Rússa til þess að ferðast ekki til Tyrklands vegna fuglaflensunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×