Erlent

Olmert líklegri til að semja um frið

Ehud Olmert, fyrir miðju, kemur til fundar með blaðamönnum.
Ehud Olmert, fyrir miðju, kemur til fundar með blaðamönnum. MYND/AP

Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, er líklegri en Ariel Sharon til að semja um frið við Palestínumenn. Þetta segir palestínskur kennari sem hefur þekkt Olmert síðan hann var borgarstjóri í Jerúsalem.



Said Agha er frá Palestínu og býr í Jerúsalem en er nú staddur hér ásamt konu sinni. Hann þekkir Olmert og telur hann betri kost fyrir Palestínumenn en Sharon. "Hann hlýtur að vera það. Sharon hafði mikla hernaðarlega reynslu. Með þessa reynslu að baki er hann ekki mjög sáttfús við andstæðinga sína. Olmert kemur úr borgaralegu umhverfi svo hann veit að það er ekki gott að beita ofbeldi. Það er betra að fara samningaleiðina.

Agha segir allt betra en Sharon. Hann segir alla Palestínumenn sannfærða um að Sharon sé ástæðan fyrir því að ekkert varð úr því að vegvísirinn til friðar næði fram að ganga. Ekki meirihlutinn, heldur allir Palestínumenn vita að Sharon hætti að tala við þá.

"Ég er viss um að svo lengi sem Sharon lifir, jafnvel þótt hann geti ekki hreyft sig eða hugsað, munu Ísraelar styðja Kadima því þeir líta á hann sem konung sinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×