Sharon sýni lífsmark í fyrsta sinn í dag frá heilablóðfalli 9. janúar 2006 22:47 MYND/REUTERS Sharon er farinn að anda upp á eigin spýtur en læknar tóku í morgun að vekja hann af rúmlega fjögurra sólahringa löngum svefni. Enn er þó of snemmt að meta hvort hann hafi orðið fyrir alvarlegum heilaskemmdum vegna heilablóðfallsins sem hann fékk í síðustu viku. Einn lækna Sharons segir að könnuð hafi verið viðbrögð forsætisráðherrans við sársauka og hann hafi hreyft bæði hægri handlegg og hægri fót. Sharon er enn tengdur við öndunarvél og enn í öngviti. Engin von er talin til að hann snúi aftur í stjórnmálin. Líklegast er talið að Ehud Olmert gegni forsætisráðherra embættinu áfram fram að kosningum í lok mars. Ein fyrsta mikilvæga ákvörðun Olmerts í embætti verður að ákveða hvort Palestínumönnum sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem verði leyft að taka þátt í þingkosningum Palestínumanna 25. janúar næstkomandi. Ísraelar hafa áður lýst því yfir að palestínskum frambjóðendum sem óski þess að stunda kosningabaráttu verði gert að sækja um leyfi til ísraelsku lögreglunnar. Þannig verði samtökum á borð við Hamas bannað að gera slíkt. Palestínskir stjórnmálamenn hafa hafnað því. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi í dag fullvissað hann um að þau munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fái að kjósa í þingkosningum. Abbas hafði orð á því í síðustu viku að til greina kæmi að fresta kosningunum ef það fengist ekki í gegn. Því höfnuðu nokkrir andstæðingar Abbas í kosningunum. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ummæli Abbasar frá í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Sharon er farinn að anda upp á eigin spýtur en læknar tóku í morgun að vekja hann af rúmlega fjögurra sólahringa löngum svefni. Enn er þó of snemmt að meta hvort hann hafi orðið fyrir alvarlegum heilaskemmdum vegna heilablóðfallsins sem hann fékk í síðustu viku. Einn lækna Sharons segir að könnuð hafi verið viðbrögð forsætisráðherrans við sársauka og hann hafi hreyft bæði hægri handlegg og hægri fót. Sharon er enn tengdur við öndunarvél og enn í öngviti. Engin von er talin til að hann snúi aftur í stjórnmálin. Líklegast er talið að Ehud Olmert gegni forsætisráðherra embættinu áfram fram að kosningum í lok mars. Ein fyrsta mikilvæga ákvörðun Olmerts í embætti verður að ákveða hvort Palestínumönnum sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem verði leyft að taka þátt í þingkosningum Palestínumanna 25. janúar næstkomandi. Ísraelar hafa áður lýst því yfir að palestínskum frambjóðendum sem óski þess að stunda kosningabaráttu verði gert að sækja um leyfi til ísraelsku lögreglunnar. Þannig verði samtökum á borð við Hamas bannað að gera slíkt. Palestínskir stjórnmálamenn hafa hafnað því. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi í dag fullvissað hann um að þau munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að Palestínumenn í Austur-Jerúsalem fái að kjósa í þingkosningum. Abbas hafði orð á því í síðustu viku að til greina kæmi að fresta kosningunum ef það fengist ekki í gegn. Því höfnuðu nokkrir andstæðingar Abbas í kosningunum. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ummæli Abbasar frá í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira