Sharon sýnir lífsmark 9. janúar 2006 20:06 Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. Það eru góðar fréttir sem hafa borist af Sharon í dag. Hann hefur andað, hann hefur sýnt sársaukaviðbrögð þegar klipið hefur verið í hægri handlegg og hægri fót. Læknar halda fram að hann sé enn í lífshættu en fjölmiðlar hafa eftir ónafngreindum heimildamönnum hér ínni á Hadassa sjúkrahúsinu að Sharon muni ná fullri heilsu á ný. "Fyrstu viðbrögð hans voru að hann, forsætisráðherrann, andaði sjálfur þótt hann væri enn tengdur við öndunarvélina, segir Shlomo Mor-Yosef sjúkrahússtjóri um Sharon. "Í dag hefur hann brugðist við sársauka sem við kölluðum fram og hann hefur hreyft hægri hönd og hægri fótlegg lítillega. Þetta, auk örlítið hækkaðs blóðþrýstings sem viðbrögð við sársaukanum, er merki um einhverja heilastarfsemi. Ástand Arafats er enn mjög alvarlegt og tvísýnt en hann sýnir merki um heilastarfsemi." Ísraelar fylgjast vel með því sem hér fer fram segir Þórir Guðmundsson í Jerúsalem. Verði Sharon úrskurðaður varanlega óhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra þá verður Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, settur varanlega í embættið og á meðan fylgjast menn auðvitað grannt með því sem er að gerast í pólitíkinni. Yfirrabbíi í Ísrael hefur beðið gyðinga að minnast Sharons í bænum sínum. Margir hafa svarað því kalli. Gyðingar hafa safnast saman hérna við Grátmúrinn undanfarna daga til að biðja fyrir Ariel Sharon. Alls staðar er töluverð öryggisgæsla, það er óvissuástand í Ísrael og enginn veit hvað tekur við. Himnarnir grétu í Gamla bænum í Jerúsalem í dag og fólk var áhyggjufullt. "Ég vona, að með Guðs vilja, nái hann bata og komist til heilsu á ný, komi aftur til gyðinga og iðrist synda sinna og viðurkenni mikilleika guðs í heiminum," sagði strangtrúargyðingur í Jerúsalem. "Ég er ósammála öllum stefnumálum hans. En ég vona að hann nái heilsu," sagði kona ein. "Það er ekki til sá maður í þessu landi sem biður ekki fyrir að hann nái heilsu og komist aftur á fætur. Við vonum öll að hann geti haldið lífi sínu áfram eins og áður," sagði annar vegfarandi. "Ég vona að þetta verði betra og að friður komist á," sagði ein kona. "Ég myndi vilja sjá ísraelska ríkisstjórn sem hefði fyrst og fremst áhyggjur af öryggi eigin borgara frekar en almenningsáliti heimsins," sagði karlmaður í Jerúsalem. Uri Dromi var talsmaður Rabins forsætisráðherra á sínum tíma. Hann segir að miklar pólitískar ráðagerðir eigi sér stað á bak við tjöldin. "Ég held að það sem við heyrum frá læknunum sé að þó hann lifi af sé ólíklegt að hann snúi aftur til starfa. Við skulum vona að hann nái sér en við ættum að hugsa til framtíðar, til þess sem gerist eftir að tímabili Sharons lýkur." Samkvæmt skoðanakönnunum styðja tveir af hverjum þremur Ísraelum þá stefnu Sharons að byggja múr í kringum Ísrael og knýja landnema þar fyrir utan til að yfirgefa byggðir sínar. Það er stefna sem Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels, aðhylltist jafnvel áður en Sharon snerist á sömu sveif. Dromi segir að Olmert muni koma á óvart. "Ég þekki hann. Ég bý í Jerúsalem og hann var borgarstjóri þar. Þetta er erfiðasta borg í heimi og hann stýrði henni á mjög sannfærandi máta. Hann veit hvernig á að taka ákvarðanir. Það sem hann skortir reynslu í öryggismálum. Hann reiðir á forseta herráðsins. Ég held hann komi fólki ánægjulega á óvart." Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ariel Sharon sýndi lífsmark í dag, í fyrsta sinn frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall á miðvikudaginn. Hann er enn tengdur við öndunarvél og læknar eru ekki tilbúnir að fullyrða að hann sé úr lífshættu. Þórir Guðmundsson fréttamaður er í Jerúsalem. Það eru góðar fréttir sem hafa borist af Sharon í dag. Hann hefur andað, hann hefur sýnt sársaukaviðbrögð þegar klipið hefur verið í hægri handlegg og hægri fót. Læknar halda fram að hann sé enn í lífshættu en fjölmiðlar hafa eftir ónafngreindum heimildamönnum hér ínni á Hadassa sjúkrahúsinu að Sharon muni ná fullri heilsu á ný. "Fyrstu viðbrögð hans voru að hann, forsætisráðherrann, andaði sjálfur þótt hann væri enn tengdur við öndunarvélina, segir Shlomo Mor-Yosef sjúkrahússtjóri um Sharon. "Í dag hefur hann brugðist við sársauka sem við kölluðum fram og hann hefur hreyft hægri hönd og hægri fótlegg lítillega. Þetta, auk örlítið hækkaðs blóðþrýstings sem viðbrögð við sársaukanum, er merki um einhverja heilastarfsemi. Ástand Arafats er enn mjög alvarlegt og tvísýnt en hann sýnir merki um heilastarfsemi." Ísraelar fylgjast vel með því sem hér fer fram segir Þórir Guðmundsson í Jerúsalem. Verði Sharon úrskurðaður varanlega óhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra þá verður Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, settur varanlega í embættið og á meðan fylgjast menn auðvitað grannt með því sem er að gerast í pólitíkinni. Yfirrabbíi í Ísrael hefur beðið gyðinga að minnast Sharons í bænum sínum. Margir hafa svarað því kalli. Gyðingar hafa safnast saman hérna við Grátmúrinn undanfarna daga til að biðja fyrir Ariel Sharon. Alls staðar er töluverð öryggisgæsla, það er óvissuástand í Ísrael og enginn veit hvað tekur við. Himnarnir grétu í Gamla bænum í Jerúsalem í dag og fólk var áhyggjufullt. "Ég vona, að með Guðs vilja, nái hann bata og komist til heilsu á ný, komi aftur til gyðinga og iðrist synda sinna og viðurkenni mikilleika guðs í heiminum," sagði strangtrúargyðingur í Jerúsalem. "Ég er ósammála öllum stefnumálum hans. En ég vona að hann nái heilsu," sagði kona ein. "Það er ekki til sá maður í þessu landi sem biður ekki fyrir að hann nái heilsu og komist aftur á fætur. Við vonum öll að hann geti haldið lífi sínu áfram eins og áður," sagði annar vegfarandi. "Ég vona að þetta verði betra og að friður komist á," sagði ein kona. "Ég myndi vilja sjá ísraelska ríkisstjórn sem hefði fyrst og fremst áhyggjur af öryggi eigin borgara frekar en almenningsáliti heimsins," sagði karlmaður í Jerúsalem. Uri Dromi var talsmaður Rabins forsætisráðherra á sínum tíma. Hann segir að miklar pólitískar ráðagerðir eigi sér stað á bak við tjöldin. "Ég held að það sem við heyrum frá læknunum sé að þó hann lifi af sé ólíklegt að hann snúi aftur til starfa. Við skulum vona að hann nái sér en við ættum að hugsa til framtíðar, til þess sem gerist eftir að tímabili Sharons lýkur." Samkvæmt skoðanakönnunum styðja tveir af hverjum þremur Ísraelum þá stefnu Sharons að byggja múr í kringum Ísrael og knýja landnema þar fyrir utan til að yfirgefa byggðir sínar. Það er stefna sem Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels, aðhylltist jafnvel áður en Sharon snerist á sömu sveif. Dromi segir að Olmert muni koma á óvart. "Ég þekki hann. Ég bý í Jerúsalem og hann var borgarstjóri þar. Þetta er erfiðasta borg í heimi og hann stýrði henni á mjög sannfærandi máta. Hann veit hvernig á að taka ákvarðanir. Það sem hann skortir reynslu í öryggismálum. Hann reiðir á forseta herráðsins. Ég held hann komi fólki ánægjulega á óvart."
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira