Erlent

Ráðist að innanríkisráðuneyti Írak

28 hafa látist í sprengjuárásum í Írak það sem af er degi. Tvær sjálfsmorðsárásir voru gerðar í landinu í morgun í innanríkisráðuneyti landsins, í öðru tilvikinu þótti öryggisvörðum maðurinn óvenju sver um sig miðjan og grunaði því að hann bæri sprengiefni. Þeir skutu að honum þegar hann neitaði að stöðva og sprakk þá sprengibelti sem hann var með spennt um sig, hinn sprengdi sig sjálfur í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Báðir voru mennirnir klæddir í herbúninga og höfðu tilhlýðileg skilríki til að komast inn á öryggissvæði við ráðuneytið. Nú er rannsakað hvernig mennirnir komust yfir búningana og skilríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×