Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 302 milljónum evra á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars, og er það 12 prósentum meiri hagnaður en árið á undan. Þá er hagnaðurinn sjö milljónum evrum meiri en stjórn flugfélagsins hafði búist við.
Búist er við 5 til 10 prósenta aukningu á yfirstandandi rekstrarári ef olíuverð helst í kringum 70 Bandaríkjadölum á tunnu, að sögn stjórnarinnar.
Gengi hlutabréfa í Ryanair hafa lækkað um 17 prósent það sem af er þessu ári, m.a. vegna hækkunar á olíuverði.