Avion Group semur um yfirtökutilboð 16. október 2006 13:48 Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að yfirtökutilboðið gildi í 10 daga frá því að það er sent hluthöfum félagsins. Jafnframt segir að eftir ítarlega skoðun á valmöguleikum varðandi framtíðarstefnu félagsins hafi stjórn Atlas Cold Storage ákveðið að tilboð Avion Group væri hagstætt fyrir hluthafa Atlas og mælir hún einróma með því að hluthafar taki nýju tilboði Avion Group. Fjárhagslegir ráðgjafar Atlas, BMO Capital Markets og Brascan Financial Real Estate Group hafa einnig komist að niðurstöðu um að tilboð Avion Group sé hagstætt fyrir hluthafa Atlas. Þeir hluthafar Atlas sem taka tilboði Avion eiga ekki lengur rétt á mánaðarlegum arðgreiðslum, að því er segir í tilkynningunni. Til að styðja við tilboðið hafa hluthafar í Atlas sem eiga um 20,6 prósenta hlut í félaginu ákveðið að styðja tilboð Avion Group og hafa skrifað undir samninga þess efnis. Hlutir sem Avion hefur samið um kaup á til viðbótar við þau 13,8 prósent sem Avion og KingStreet Capital Partners eiga nema samtals um 34,4 prósentum hlutafjár í Atlas. Haft er eftir David Williamson, forstjóra Atlas, að hækkað yfirtökutilboð Avion Group sé niðurstaða umfangsmikillar skoðunar á framtíðarmöguleikum félagsins. Haft hafi verið samband við 57 tilboðsgjafa og trúnaðarupplýsingar veittar. Sérstakt gagnaherbergi var opnað fyrir 22 aðilum. Þá hefur Avion einnig náð samkomulagi um að Atlas greiði Avion 15 milljónir kanadískra dala eða rúmar 897 milljónir króna ef kaupin gangi ekki eftir að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomulagi við Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Samkomulagið felur í sér að Avion Group hækkar tilboð sitt úr 7 kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félagsins er um 583 milljónir kanadískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir að yfirtökutilboðið gildi í 10 daga frá því að það er sent hluthöfum félagsins. Jafnframt segir að eftir ítarlega skoðun á valmöguleikum varðandi framtíðarstefnu félagsins hafi stjórn Atlas Cold Storage ákveðið að tilboð Avion Group væri hagstætt fyrir hluthafa Atlas og mælir hún einróma með því að hluthafar taki nýju tilboði Avion Group. Fjárhagslegir ráðgjafar Atlas, BMO Capital Markets og Brascan Financial Real Estate Group hafa einnig komist að niðurstöðu um að tilboð Avion Group sé hagstætt fyrir hluthafa Atlas. Þeir hluthafar Atlas sem taka tilboði Avion eiga ekki lengur rétt á mánaðarlegum arðgreiðslum, að því er segir í tilkynningunni. Til að styðja við tilboðið hafa hluthafar í Atlas sem eiga um 20,6 prósenta hlut í félaginu ákveðið að styðja tilboð Avion Group og hafa skrifað undir samninga þess efnis. Hlutir sem Avion hefur samið um kaup á til viðbótar við þau 13,8 prósent sem Avion og KingStreet Capital Partners eiga nema samtals um 34,4 prósentum hlutafjár í Atlas. Haft er eftir David Williamson, forstjóra Atlas, að hækkað yfirtökutilboð Avion Group sé niðurstaða umfangsmikillar skoðunar á framtíðarmöguleikum félagsins. Haft hafi verið samband við 57 tilboðsgjafa og trúnaðarupplýsingar veittar. Sérstakt gagnaherbergi var opnað fyrir 22 aðilum. Þá hefur Avion einnig náð samkomulagi um að Atlas greiði Avion 15 milljónir kanadískra dala eða rúmar 897 milljónir króna ef kaupin gangi ekki eftir að uppfylltum nokkrum skilyrðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira