Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham 1. desember 2006 09:39 Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Í tilkynningu frá 365 segir að fyrir skiptingu Dagsbrúnar hafi Vodafone tekið yfir reksturinn á dreifikerfi Digital Ísland. Áhrif þess á efnahag 365 h.f. eru lækkun á vaxtaberandi skuldum að fjárhæð kr. 650 milljónir og lækkun á skuldum við tengda aðila um krónur 1.400 milljónir. Þá segir ennfremur að stefnt sé að því að velta fjölmiðla- og afþreyingafyrirtækisins verði á bilinu 12 til 13 milljarða króna á næsta ári og að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði um 1,2 til 1,4 milljarðar króna. Þá hefur 365 h.f. komist að samkomulagi við Teymi hf. um sölu á hlut sínum í Hands Holding fyrir jafnvirði 600 milljónir króna sem mun verða ráðstafað til að lækka skuldir félagsins. Eignarhlutur 365 h.f. í félaginu verður um 30% eftir söluna. Að loknum ofangreindum aðgerðum er gert ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir nemi um 8.099 milljónum króna. Að auki stefnir 365 hf. að því á næstu eina til tveimur árum að selja frá sér 36% eignarhlut í Daybreak Acquisitions sem ekki hefur verið sölutryggður auk þess sem stefnt er að því að því að selja 30% eignarhlut félagsins í Hands Holding. Bókfært verð þessara eigna nemur 5.612 milljónum króna. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda, að því er segir í tilkynningu. Tilkynning frá 365 hf. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Í tilkynningu frá 365 segir að fyrir skiptingu Dagsbrúnar hafi Vodafone tekið yfir reksturinn á dreifikerfi Digital Ísland. Áhrif þess á efnahag 365 h.f. eru lækkun á vaxtaberandi skuldum að fjárhæð kr. 650 milljónir og lækkun á skuldum við tengda aðila um krónur 1.400 milljónir. Þá segir ennfremur að stefnt sé að því að velta fjölmiðla- og afþreyingafyrirtækisins verði á bilinu 12 til 13 milljarða króna á næsta ári og að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði um 1,2 til 1,4 milljarðar króna. Þá hefur 365 h.f. komist að samkomulagi við Teymi hf. um sölu á hlut sínum í Hands Holding fyrir jafnvirði 600 milljónir króna sem mun verða ráðstafað til að lækka skuldir félagsins. Eignarhlutur 365 h.f. í félaginu verður um 30% eftir söluna. Að loknum ofangreindum aðgerðum er gert ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir nemi um 8.099 milljónum króna. Að auki stefnir 365 hf. að því á næstu eina til tveimur árum að selja frá sér 36% eignarhlut í Daybreak Acquisitions sem ekki hefur verið sölutryggður auk þess sem stefnt er að því að því að selja 30% eignarhlut félagsins í Hands Holding. Bókfært verð þessara eigna nemur 5.612 milljónum króna. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda, að því er segir í tilkynningu. Tilkynning frá 365 hf.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira