Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga 30. nóvember 2006 07:15 Valdimar er búfræðingur sem starfað hefur hjá nýsjálenska landbúnaðarráðuneytinu, verið bankastjóri hjá Landsbankanum nýsjálenska, en starfar nú hjá alþjóðabankanum Rabobank. MYND/GVA Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira