Áfram samdráttur á fasteignamarkaði 9. ágúst 2006 06:00 "Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
"Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.
Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira