Erlent

Neyðarástandi líklega aflétt í Frakklandi á morgun

MYND/AP

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, tilkynnti í morgun að hann hyggðist afnema neyðarlög sem sett voru í nóvember vegna verstu óeirða þar í landi í tæpa fjóra áratugi. Búist er við að lögin verði afnumin formlega á morgun, rúmum sex vikum fyrr en upphaflega var áætlað. Samkvæmt lögunum var heimilt að setja útgöngubann, leita í húsum og banna opinberar samkomur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×