Erlent

Stórfótaræði í Malasíu

Einskonar Bigfoot- eða stórfótaræði hefur gripið um sig í Malasíu vegna fregna úr þjóðgarði þar sem herma að sést hafi til stórfótar, eða þriggja metra hárrar veru. Hún er sögð kafloðin eins og górilla en gangi upprétt á afturfótunum.

Fjölmiðlar í landinu hafa greint frá þessu og ákafri leit vísindamanna og fréttamanna að verunni ógurlelgu. Talsmaður þjóðgarðsins þver tekur fyrir að þetta eigi neitt skyldt við nýjasta King Kong æðið, og sé sviðsett til að auka ferðamennsku til svæðisins, en hvað sem því líður hefur stórfótur enn sloppið undan leitarmönnum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×