Erlent

Lest ekið á fimm íslenska hesta í Danmörku

Lögreglan í Köge á Jótlandi í Danmörku telur það ganga kraftaverki næst að morgunlestin, sem fór þar um að morgni nýjársdags, skyldi ekki fara út af sporinu, þegar henni var ekið á þó nokkri ferð á fimm íslenska hesta, sem voru á teinunum, með þeim afleiðingum að þeir drápust allir. Að sögn Jótlandspóstsins kom í ljós að þeir virtust hafa tryllst í griðingu á búgarði í grenndinni, slitið hana niður og tekið á rás út á teinana. Líklegt er talið að skoteldar hafi tryllt hrossin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×