Erlent

Hús rýmd í Kaupmannahöfn vegna sprengjuhótunar

Götumynd frá Kristjaníu í Kaupmannahöfn.
Götumynd frá Kristjaníu í Kaupmannahöfn.

Danska lögreglan rýmdi í dag fjölda húsa í Kristjánshöfn og Kristjaníu í Kaupmannahöfn vegna sprengjuhótunar. Óttast var að sprengju kynni að vera að finna í bíl á svæðinu.

Um það bil 200 manns þurftu að yfirgefa heimili sín og vinnustaði og hluti borgarinnar var króaður af. Fimm klukkustundum síðar var ljóst að engin hætta var á ferðum.

Talsmaður lögreglu segir að engin sprengja hafi fundist og því sé allt komið í samt horf á svæðinu að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×