Erlent

Styttist í þingkosningar í Palestínu

Þingkosningar verða haldnar í Palestínu þann 25. janúar næstkomandi. Þetta sagði Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna, á blaðamannafundi í gær. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa sagt að Palestínumenn sem búsettir eru í Jerúsalem fái að taka þátt í kosningunum. En Ísraelsstjórn hafði áður hótað að meina Palestínumönnum sem búsettir eru í Jerúsalem að taka þátt. Abbas hvatti jafnframt uppreisnarmenn til að halda sig frá kjörstöðum og sagði, að hann hefði rætt við sveitarstjórnarmenn á Vesturbakkanum og á Gasasvæðinu og skipað þeim að halda friðinn, jafnvel með valdi ef þess þyrfti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×