Erlent

Sharon aftur á sjúkrahús eftir heilablóðfall

MYND/AP

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Jerúsalem í kvöld eftir að hafa fengið heilablóðfall. Aðeins eru tæpar þrjár vikur síðan Sharon var lagður inn á spítalann, einnig vegna heilablóðfalls, sem reyndist minniháttar. Heilablóðfallið sem ráðherrann fékk í kvöld er hins vegar mun alvarlegra, að því er ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir lækni á sjúkrahúsinu. Sharon er sjötíu og sjö ára gamall og hefur hingað til verið við ágætis heilsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×