Erlent

Námuverkamaður settur í súrefnismeðferð

Eini verkamaðurinn sem lifði af þegar sprenging varð í kolanámu í Vestur-Virginíu fyrr í vikunni hefur verið fluttur á sjúkrahús í Pittsburgh í Pennsylvaníu til súrefnismeðferðar. Læknar segja ástand Randals McCloy yngri enn alvarlegt en hann er í dái og hugsanlegt er að hann hafi hlotið heilaskaða.

McCloy var yngstur þeirra þrettán manna sem festust inni í kolanámunni við sprenginguna en tæpir tveir sólarhringar liðu áður en björgunarmenn komust til þeirra. Vegna misskilnings var fjölskyldum þeirra fyrst greint frá því að aðeins einn hefði látist og tólf bjargast en síðar kom í ljós að því var öfugt farið. Talið er víst að ellefu mannana hafi látist af völdum eitraðra lofttegunda í námunni en einn hafi dáið í sprengingunni sjálfri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×