Erlent

Sharon aftur undir hnífinn

Beðið frétta fyrir utan Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem þar sem Sharon dvelur.
Beðið frétta fyrir utan Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem þar sem Sharon dvelur. MYND/AP

Nú fyrir nokkrum mínútum var byrjað að undirbúa aðgerð á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eftir að hann gekkst undir heilaskönnun, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu. Fyrr í morgun var greint frá því að Sharon væri enn haldið sofandi í öndunarvél eftir heilablóðfallið sem hann fékk í fyrradag. Ráðherrann gekkst undir sjö tíma langa aðgerð vegna heilablæðingarinnar í fyrrinótt og segja læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem, þar sem Sharon dvelur, að honum verði haldið sofandi næstu tvo sólarhringana. Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, er nú sitjandi forsætisráðherra. Læknar Sharons, sem er sjötíu og sjö ára að aldri, eru svartsýnir á að hann nái bata eftir heilablóðfallið, þrátt fyrir að tekist hafi að stöðva blæðinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×