Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2006 06:00 Nánara Samstarf handsalað Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, afhjúpuðu saman nýtt merki Vodafone hér á landi. Fréttablaðið/GVA Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustuframboði,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Vodafone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viðurkenningu í því fólgna fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að Vodafone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af samstarfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með samkomulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra samband og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greiðari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka símreikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samninginn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 prósent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútuverð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, fagnaði einnig samstarfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfuharðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og innleiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunnar af samstarfinu hér áður en sambærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustuframboði,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Vodafone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viðurkenningu í því fólgna fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að Vodafone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af samstarfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með samkomulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra samband og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greiðari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka símreikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samninginn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 prósent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútuverð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, fagnaði einnig samstarfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfuharðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og innleiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunnar af samstarfinu hér áður en sambærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira