Meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna 28. desember 2006 07:45 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar Þórður telur að fyrirtækjum sem geri upp reikninga sína í erlendri mynt muni fjölga. Umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöllinni taki upp evru mun einnig ágerast. Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Andbyr og árangur einkenna árið 2006. Mikill andbyr setti svip sinn á viðskipta- og fjármálalífið framan af ári en þegar árið er gert upp fer ekki á milli mála að góður árangur náðist. Til marks um það er framhald útrásar, ágæt afkoma og þegar á allt er litið hagstæð þróun hlutabréfamarkaðar. Við höfum einfaldlega haldið okkar striki þrátt fyrir „danskan" bölmóð. Íslenskir fjárfestar virðast hafa keypt erlend fyrirtæki í nær sama mæli á árinu og næstu árin á undan ef tekið er mið af fjárfestingum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Á þennan mælikvarða hefur alþjóðavæðingin verðið einstök. Nú eru Íslendingar meiri þátttakendur í erlendu atvinnulífi en nokkurt hinna Norðurlandanna. Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam um 65% af landsframleiðslu fyrir ári og við hana bættist töluvert á þessu ári. Á hinum Norðurlöndunum er umrætt hlutfall á bilinu 40-60%. Þetta hlutfall var innan við 10% á Íslandi fyrir fimm árum. Erlendir fjárfestar hafa einnig sýnt íslenska markaðnum aukinn áhuga. Þetta kom meðal annars fram í nýlegum útboðum Kaupþings og Icelandair. Þá keypti norræna kauphallarsamstæðan OMX Kauphöll Íslands í lok ársins. Íslenski markaðurinn er því orðinn hluti af stærri heild sem felur í sér ný tækifæri. Við bætist að erlendum kauphallaraðilum fjölgaði og upplýsingasala um markaðinn jókst á erlendum vettvangi. Enginn vafi er á að þessi þróun alþjóðavæðingar mun halda áfram á næsta ári. Hún mun birtast í ýmsum myndum. Ein myndbirtingin verður án efa undanhald krónunnar. Fyrirtækjum sem gera upp reikninga sína í erlendri mynt mun fjölga og umræða um að skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands taki upp evru mun ágerast. Krónan mun því eiga undir högg að sækja á árinu sem fer í hönd. Ögrandi verkefni er fram undan á sviði hagstjórnar. Koma þarf traustum böndum á verðbólgu og ná betra jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta er krefjandi verkefni en um leið skemmtilegt, ólíkt skemmtilegra en að kljást við hagvaxtardoða og atvinnuleysi, eins og er hlutskipti margra þjóða. Við búum við góð skilyrði til að sækja fram og getum hæglega haldið okkar striki ef við stöndum skynsamlega að málum.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira